mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Portúgalar til þorskveiða við Kanada

16. desember 2009 kl. 12:00

Portúgölsk skip mega nú aftur veiða þorsk við Kanada eftir 11 ára hlé. Þeim er úthlutað 1.070 tonnum af þorski á næsta ári á svæði sem NV-Atlantshafsfiskveiðistofnunin (NAFO) stjórnar veiðum á.

Svæðið hefur verið lokað í 11 ár til þess að gefa stofnum þorsks og karfa tækifæri til þess að ná sér á strik. Nú telur NAFO óhætt að leyfa takmarkaðar veiðar. Þrettán portúgölsk skip fá leyfi til veiðanna, að því er fram kemur á alþjóðlega sjávarútvegsvefnum fis.com.