föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reginhneyksli ef ákvörðun um hvalveiðar verður dregin til baka

30. janúar 2009 kl. 15:29

Einar K. Guðfinnsson, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, sagði á fundi með sjálfstæðismönnum í dag að það yrði reginhneyksli ef ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar myndu draga til baka ákvörðun um hvalveiðar.

Einar sagði ljóst að þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins væru fylgjandi hvalveiðum, sem og einstakir þingmenn Samfylkingarinnar.

„Ég trúi því ekki að nokkur ráðherra láti sér detta það í hug að afturkalla ákvörðunina [um hvalveiðarnar] í blóra við vilja meirihluta Alþingis."

Einar gaf út reglugerð hinn 27. janúar um heimild til veiða á hrefnu og langreyði á árunum 2009-2013. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa reglugerðina út, svo skömmu áður en hann lætur af embætti sjávarútvegsráðherra.