laugardagur, 23. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Ríflega milljón á hvert skip

Guðsteinn Bjarnason
16. mars 2019 kl. 07:00

Brottkastsbann Evrópusambandins átti að koma til framkvæmda um síðustu áramót. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Aðsend mynd

Búnaður og uppsetning á myndavélakerfi til eftirlits með veiðum gæti kostað ríflega eina milljón á hvert skip, og reksturinn ríflega hálfa milljón króna árlega.

Þetta kom fram á lokafundi Evrópuverkefnisins Discardless í janúarlok, en verkefnið stóð yfir í fjögur ár og átti að greiða fyrir innleiðingu á brottkastsbanni Evrópusambandsins.

Jónas Rúnar Viðarsson, faglegur leiðtogi hjá Matís, sagði í viðtali í Fiskifréttum nýverið að helsta niðurstaða þessa fjögurra ára verkefnis væri sú að brottkastsbann Evrópusambandsins sé engan veginn að virka. Í staðinn fyrir löglega skráð brottkast samkvæmt fyrri reglum þá sé nú stundað ólöglegt brottkast sem enginn veit magnið á.

Vel viðráðanlegt
Á lokafundinum kom fram að kostnaður við uppsetningu og rekstur myndavélakerfis ætti ekki að vera meiri en svo að vel viðráðanlegt fyrir útgerðir hér á landi að koma sér upp því sem til þarf.

Að sögn Jónasar hafa Danir reiknað út að meðal fjárfestingarkostnaður í búnaði sé rúmar 8 þúsund evrur á hvert skip, en það gera um 1,1 milljón króna. Að auki sé rekstrarkostnaður á ári tæpar 5 þúsund evrur, eða ríflega 600 þúsund krónur, og er þá miðað við að horft sé á um 10 prósent af öllum upptökum.

Jónas segir að þarna sé miðað við 5 til 6 myndavélar á hvert skip en þetta eru meðaltalstölur, byggðar á greiningu kostnaðar fyrir 396 skip. Minni skip ættu væntanlega að komast af með færri myndavélar.

Áralangar tilraunir
Það var Kristian S. Plet-Hansen sem á lokafundinum kynnti niðurstöður rannsókna sinna og félaga sinna á rafrænu eftirliti. Danir hafa árum saman gert tilraunir með myndavélareftirlit þar sem markmiðið er að allur afli sem kemur um borð í fiskiskip verði myndaður og skráður, helst með sjálfvirkum hætti, í rafrænar veiðidagbækur.

Í grein sem Plet-Hansen skrifaði árið 2016 ásamt Heiðríki Birgissyni og fleiri vísindamönnum í tengslum við Discardless verkefnið  segja þeir niðurstöðurnar af áralöngum rannsóknum sínum sýna ótvírætt að vel sé mögulegt að setja upp nákvæman greiningarbúnað til að fylgjast grannt með veiðum og brottkasti, auk þess sem þróun tækninnar gerir slíkan stöðugt ódýrari.

Jónas tók þátt í Discardless-verkefninu ásamt nokkrum öðrum Íslendingum. Auk Matís voru fyrirtækin Skipasýn, Hampiðjan og Marel þátttakendur í verkefninu, sem fjármagnað var úr sjóðum Evrópusambandsins.