mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjár milljónir tonna af beitarfiski

15. desember 2009 kl. 12:00

Heimsframleiðslan á eldisfiskinum tilapia eða beitarfiski er að nálgast þrjár milljónir tonna á ári og er söluverðmætið um fimm milljónir bandaríkjadala eða jafnvirði 635 milljarða íslenskra króna.

Tilapia er stundum nefnd kjúklingurinn í fiskeldi því auðvelt er að nota þennan hvítfisk í margvíslega rétti vegna þess hve mildur á bragðið hann er.

Í Bandaríkjunum er tilapia í hópi fimm söluhæstu sjávarafurða á markaðnum. Þessi fiskur upprunninn í Afríku en eldið fer að mestu leyti fram í Kína og öðrum Asíulöndum ásamt Egyptalandi og Norður- og Suður-Ameríku.

Þrátt fyrir auknar vinsældir tilapia hefur verðið til eldisfyrirtækjanna haldist að mestu óbreytt þótt framleiðslukostnaður eins og fóður hafi hækkað í verði.