mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjár svæðalokanir í kjölfar eftirlits á grunnslóð

26. ágúst 2009 kl. 11:03

Fiskistofa, í samvinnu við Landhelgisgæsluna, var í eftirlitsleiðangri á grunnslóð 12. - 23. ágúst s.l. Í leiðangrinum var farið um borð í 20 báta; 9 handfærabáta, 9 línubáta og 2 netabáta.

Veiðileyfi og afladagbækur allra voru skoðuð. Gerð var skýrsla vegna meints brots á skráningum í afladagbók um borð í einum báti. Afli var jafnframt mældur um borð í flestum þeirra báta sem heimsóttir voru og veiðarfæri skoðuð. Í ljós kom að hlutfall smáfisks af afla var í einhverjum tilvikum undir viðmiðunarmörkum og leiddi þetta til þriggja skyndilokana á veiðisvæðum til tveggja vikna (skyndilokanir nr. 74, 75 og 76).

Eftirlitsmenn Fiskistofu lengdarmæla afla. Komi í ljós að afli sé undir settum viðmiðunarmörkum gerir Fiskistofa tillögur um lokun viðkomandi veiðisvæða til Hafrannsóknarstofnunar sem tekur endanlega ákvörðun um lokun svæða.

Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu.