sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjuiðnaður í Kanada í erfiðleikum

25. ágúst 2009 kl. 15:30

Rækjuiðnaðurinn í Kanada á nú í erfiðleikum. Eftirspurn eftir kaldsjávarrækju er veik, framboð hefur minnkað og verð hefur lækkað. Heimskreppan sem og sterkt gengi Kanadadollars hafa leitt til minnkandi tekna kanadískra rækjuframleiðenda.

Kanadamenn veiddu meira en 77 þúsund tonn af rækju árið 2008. Á þessu ári er gert ráð fyrir að veiðin verði ekki nema um 45 þúsund tonn. Lágt verð hefur leitt til þess að rækjuskipum hefur verið lagt og nokkrar rækjuverksmiður stöðvuðu framleiðslu fyrr á þessu ári.

Rækjuiðnaðurinn hefur orðið hart úti vegna þess að umsvif bandarískra matvælasala hafa dregist saman, en í gegnum þá fer megnið af kaldsjávarrækju sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Á sama tíma hefur verðið lækkað um 30-35% frá því sem það var hæst á árinu 2008. Með minna framboði vegna samdráttar í veiðum er þó búist við því að verð muni brátt hækka á ný.

Eftirspurn eftir kaldsjávarrækju í Evrópu hefur einnig veikst. Evrópsk fyrirtæki kaupa nú rækju inn eftir hendinni í staðinn fyrir stórinnkaup sem tíðkuðust á síðasta sölutímabili. Eftirspurn þar hefur minnkað vegna heimskreppunnar en þó ekki verulega að sögn talsmanns rækjuiðnaðarins í Kanada. Hann bætir því við að rækjuverð í Evrópu hafi aðallega lækkað hjá þeim sem eru fremst í sölukeðjunni en verð til neytenda hafi verið tiltölulega stöðugt.

Heimild: SeafoodSource.com