miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjukvóta á Flæmingjagrunni úthlutað

25. maí 2009 kl. 16:06

Fiskistofa hefur úthlutað alls 12 skipum rækjukvóta á Flæmingjagrunni fyrir yfirstandandi ár, samtals 15.300 tonnum. Íslensk skip hafa ekki nýtt sér þennan kvóta síðustu árin vegna þess að ekki hefur þótt svara kostnaði að sækja hann.

Af einstökum skipum er Hákoni EA úthlutað stærsta kvótanum, liðlega 5.400 tonnum, en samkvæmt heimildum Fiskifrétta mun þar vera á ferðinni kvóti Péturs Jónssonar RE sem hélt þessar veiðar lengst út íslenskra skipa og var síðan seldur úr landi.

Næstmestan kvóta í þessum veiðum hefur Rammi hf. eða tæp 3.000 tonn og þar á eftir kemur Samherji með liðlega 1.700 tonn.

Ekki hefur frést að íslenskar útgerðir ætli að senda skip á Flæmingjagrunn í ár fremur en undanfarin ár.

Sjá nánar á vef Fiskistofu, HÉR