sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Rólegt yfir gulldepluveiðunum

3. febrúar 2009 kl. 12:15

,,Það er tregt hjá okkur. Það var þokkaleg veiði fyrir nokkrum dögum en svo virðist sem að gulldeplan sé að færast lengra vestur. Við byrjuðum veiðarnar í Grindavíkurdjúpinu en erum núna að veiðum suður af Eldeyjarsvæðinu,“ sagði Hjalti Einarsson, fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Faxa RE er tíðindamaður heimasíðu HB Granda náði tali af honum nú síðdegis í gær.Öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda eru nú komin á gulldepluveiðar. Faxi RE kom á miðin í gær en Ingunn AK og Lundey NS hófu veiðarnar nú í morgun. Að sögn Hjalta fékk áhöfnin á Faxa RE um 70 til 80 tonna afla í gær og er rætt var við hann stóð heildaraflinn í um 150 tonnum. 12 skip voru þá að gulldepluveiðum á svipuðum slóðum og Faxi RE

,,Við erum með loðnutroll og loðnupoka en mér virðist sem að við þurfum að vera með fínni möskva í pokanum til þess að hægt sé að ná viðunandi árangri. Svo þurfa menn auðvitað að læra betur á þessar veiðar. Mér líst út af fyrir sig ágætlega á þennan fisk en því er ekki að leyna að hann er smærri en ég átti von á,“ sagði Hjalti en að hans sögn er einungis hægt að veiða gulldepluna yfir daginn eða á meðan birtu nýtur. Ekki þýði að reyna veiðarnar á öðrum tímum sólarhringsins.

Þess má geta að nú er verið að landa úr Bjarna Ólafssyni AK á Akranesi en þangað kom skipið fyrr í dag með um 1000 til 1200 tonna gulldepluafla sem fer til vinnslu hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á staðnum.