sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússar boða verndartolla á innfluttar loðnuafurðir

2. febrúar 2009 kl. 11:04

Rússar eru byrjaðir að veiða loðnu í eigin lögsögu í Barentshafi rétt eins og Norðmenn eftir fimm ára veiðibann. Rússneska Interfax fréttastofan hefur eftir Andrej Krajnijs fiskveiðistjóra Rússlands á blaðamannafundi, að rússneska fiskveiðistofnunin leggi til að innflutningur á loðnu verði takmarkaður með því að setja á hann 25% innflutningstoll.

Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren kveðst hafa heimildir fyrir því að þessi tillaga sé nú til skoðunar og kunni að verða hrundið í framkvæmd fljótlega, en tilgangurinn sé að vernda innlenda loðnuframleiðslu og tryggja hagsmuni rússnesks sjávarútvegs.

Loðnukvóti Rússa á þessari vertíð er 152.000 tonn. Loðnan verður sett á neytendamarkað í St. Pétursborg. Fyrsta loðnan hefur þegar verið veidd.