mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússar boða verndartolla á innfluttar loðnuafurðir

2. febrúar 2009 kl. 11:04

Rússar eru byrjaðir að veiða loðnu í eigin lögsögu í Barentshafi rétt eins og Norðmenn eftir fimm ára veiðibann. Rússneska Interfax fréttastofan hefur eftir Andrej Krajnijs fiskveiðistjóra Rússlands á blaðamannafundi, að rússneska fiskveiðistofnunin leggi til að innflutningur á loðnu verði takmarkaður með því að setja á hann 25% innflutningstoll.

Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren kveðst hafa heimildir fyrir því að þessi tillaga sé nú til skoðunar og kunni að verða hrundið í framkvæmd fljótlega, en tilgangurinn sé að vernda innlenda loðnuframleiðslu og tryggja hagsmuni rússnesks sjávarútvegs.

Loðnukvóti Rússa á þessari vertíð er 152.000 tonn. Loðnan verður sett á neytendamarkað í St. Pétursborg. Fyrsta loðnan hefur þegar verið veidd.