mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússar fá meiri kvóta frá Færeyjum og Grænlandi

5. desember 2008 kl. 16:24

Rússar hafa lokið samningum við Færeyinga og Grænlendinga um gagnkvæmar veiðiheimildir á næsta ári og eykst kvóti rússneskra skipa frá fyrra ári.

Af 142.000 tonna kolmunnakvóta Færeyinga hafa Rússar samið um að fá að veiða 100.000 tonn.

Makrílkvóti Rússa við Færeyjar eykst um 4.100 tonn og verður 12.800 tonn.

Við Austur-Grænland fá Rússar að veiða 1.000 tonn af grálúðu sem er 400 tonna aukning frá fyrra ári, og 2.300 tonna karfakvóta sem er lítilsháttar viðbót milli ára.

Fiskeribladet/Fiskaren skýrir frá þessu og hefur eftir rússnesku Interfax fréttastofunni.

Færeyingar og Grænlendingar fá í staðinn botnfiskveiðiheimildir í rússneskri lögsögu í Barentshafi en ekki er getið um þær í fréttinni.

Sem kunnugt er eykst heildarþorskkvótinn í Barentshafi á næsta ári og njóta erlendar þjóðir sem hafa fiskveiðisamninga við Noreg og Rússland góðs af því, þeirra á meðal Íslendingar