sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Rysjótt ufsaveiði hjá Engey

11. apríl 2018 kl. 12:00

Engey RE. (Mynd Kristján Maac)

Þorskveiðin ekkert sérstök utan 12 mílna markanna - en þar er mokveiði hjá minni togskipum.

Ísfisktogarinn Engey RE er nú í sínum öðrum túr eftir nokkrar frátafir vegna ársskoðunar sem framkvæmd var í slipp í Reykjavík. Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey, segir í viðtali á heimasíðu fyrirtækisins aflabrögðin vera ágæt en þau hafi aðeins dalað eftir páskana.

„Við komumst út á Skírdag og vorum að veiðum fram yfir páska. Aflinn var fullfermi, 600 kör af fiski, en það samsvarar um 180 tonnum,“ segir Friðleifur en er við náðum tali af honum var Engey stödd á Selvogsbanka.

„Við fórum úr höfn á miðnætti sl. miðvikudag og höfum lengst verið á Fjöllunum og svæðinu þar í kring. Það er nóg af gullkarfa en við höfum mest lagt okkur eftir því að finna og veiða ufsa. Það hefur gengið upp og ofan. Ufsinn kemur í slurkum. Einn daginn er hægt að hitta á góða ufsaveiði en svo er ekkert að hafa þann næsta,“ segir Friðleifur en hann segir ufsann vera af ágætri vertíðarstærð en meira hafi borið á heldur smærri ufsa í yfirstandandi veiðiferð.

„Reyndar hefur þorskveiðin oft verið betri en svo virðist sem að mest af þorskinum haldi sig innan tólf mílna markanna og inn fyrir þá línu megum við ekki fara. Minni togskipin eru hins vegar að fá fínustu þorskveiði innan við línuna,“ segir Friðleifur í viðtali við heimasíðuna.