fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samanlagt brottkast þorsks og ýsu yfir 6 milljónir fiska á ári

18. febrúar 2009 kl. 12:58

Árleg brottkastsskýrsla Hafrannsóknastofnunar hefur verið birt. Í fiskum talið var brottkast þorsks 2001-2007 um 1,9 millj. fiska að jafnaði eða 2,98% af meðalfjölda landaðra fiska, en brottkast ýsu var um 4,3 millj. fiska eða 8,50%. Samanlagt brottkast þessara tegunda var því um 6,2 millj. fiska á ári að jafnaði 2001-2007.

Brottkast þorsks var 2.419 tonn árið 2007 eða 1,51% af lönduðum afla, og er það næst hæsta gildi tímabilsins 2001-2007. Brottkast ýsu var 2.167 tonn eða 2,04% af lönduðum afla, og er það lægsta hlutfall brottkasts ýsu 2001-2007. Brottkast ufsa og gullkarfa var ekki mælanlegt.

Fiskifréttir hafa áður birt upplýsingar úr skýrslunni, en hana er hægt að lesa í heild á vef Fiskistofu, HÉR