fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samband við hnúfubakinn hefur rofnað

23. febrúar 2009 kl. 15:37

Dýrið hefur synt 1900 km á 12 dögum

Samband hefur rofnað við hnúfubakinn sem merktur var með gervitunglasendi fyrir austan land hinn 1. febrúar síðastliðinn. Síðast þegar merki bárust frá dýrinu 13. febrúar var það statt á Charlie Gibbs misgengissvæðinu á Mið-Atlantshafshryggnum og hafði synt að lágmarki 1900 km á 12 dögum.

Í nýafstöðnum loðnurannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar voru tveir hnúfubakar merktir með gervitunglasendi fyrir austan land en staðsetningarmerki bárust aðeins frá öðru dýrinu.

Hnúfubakurinn hélt fyrst suðvestur með ströndinni, en yfirgaf landgrunnið til suðurs þann 3. febrúar. Eftir það synti hvalurinn í suðvesturátt. Ólíklegt er að fleiri merkjasendingar berist frá hvalnum þótt ekki sé það útilokað, segir í frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þar er einnig sýndur ferill dýrsins á korti. Sjá HÉR