föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Samkomulag við ESB vegna veiðivottorða

27. nóvember 2009 kl. 09:43

Undirritað hefur verið samkomulag milli Íslands og ESB um framkvæmd sem stuðla á að því að koma í veg fyrir innflutning sjávarafurða sem eiga uppruna sinn í ólöglegum veiðum. Samkvæmt reglugerðinni þarf m.a. frá 1. janúar 2010 að fylgja veiðivottorð með öllum íslenskum sjávarafurðum sem fluttar eru inn á markaðssvæði Evrópusambandsins.

Með samkomulaginu fær Ísland undanþágu frá því veiðivottorði sem sett er fram í tilgreindri reglugerð og skilar í stað þess einfaldara íslensku vottorði.

Með tilkomu þessa vottorðs er nauðsynlegt að framleiðendur fiskafurða haldi saman upplýsingum um það úr hvaða skipum og af hvaða löndunardagsetningum er verið að vinna afla hverju sinni. Útflytjendur munu á grundvelli þessara upplýsinga fylla út veiðivottorð sem afgreidd verða rafrænt á Fiskistofu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun á næstu dögum boða til kynningarfundar um samkomulagið, tilkomu þess og útfærslu atriði. Fiskistofa mun þar kynna veiðivottorðin og kerfið í kringum þau.

Sjá nánar á vef Fiskistofu, HÉR