þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samkomulag við ESB vegna veiðivottorða

27. nóvember 2009 kl. 09:43

Undirritað hefur verið samkomulag milli Íslands og ESB um framkvæmd sem stuðla á að því að koma í veg fyrir innflutning sjávarafurða sem eiga uppruna sinn í ólöglegum veiðum. Samkvæmt reglugerðinni þarf m.a. frá 1. janúar 2010 að fylgja veiðivottorð með öllum íslenskum sjávarafurðum sem fluttar eru inn á markaðssvæði Evrópusambandsins.

Með samkomulaginu fær Ísland undanþágu frá því veiðivottorði sem sett er fram í tilgreindri reglugerð og skilar í stað þess einfaldara íslensku vottorði.

Með tilkomu þessa vottorðs er nauðsynlegt að framleiðendur fiskafurða haldi saman upplýsingum um það úr hvaða skipum og af hvaða löndunardagsetningum er verið að vinna afla hverju sinni. Útflytjendur munu á grundvelli þessara upplýsinga fylla út veiðivottorð sem afgreidd verða rafrænt á Fiskistofu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun á næstu dögum boða til kynningarfundar um samkomulagið, tilkomu þess og útfærslu atriði. Fiskistofa mun þar kynna veiðivottorðin og kerfið í kringum þau.

Sjá nánar á vef Fiskistofu, HÉR