föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sáralítið ber á sýkingu í holdi síldarinnar

26. nóvember 2009 kl. 12:00

Þótt vísindamenn hafi úrskurðað stóran hluta íslenska síldarstofnsins sýktan þarf ekki að tína nema óverulegan hluta af  flökum frá í vinnslunni vegna skemmda.

Þetta kemur fram í samtölum Fiskifrétta við forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar og Síldarvinnslunnar sem birtast í blaðinu í dag. Sýkingin byrjar í hjarta og innyflum og berst seinna út í holdið. Í fyrra varð ekki vart við sýkingu í síld til vinnslu fyrr en í lok nóvember. Það skiptir því miklu máli að veiða síldina strax áður en hún sýkist meira.

Nánar er fjallað um veiðar og vinnslu á íslensku síldinni í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.