laugardagur, 23. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Segir Skotum að líta til Noregs

Guðsteinn Bjarnason
17. febrúar 2019 kl. 07:00

Lax í eldiskví. MYND/BH

Skosk þingnefnd vill herða regluverk um laxeldi. Óbreytt ástand ekki lengur í boði.

„Nefndinni er ljóst að þeir sem starfa í greininni vilja að hún stækki,“ sagði skoski þingmaðurinn Edward Mountain í umræðum á skoska þinginu um laxeldi 6. febrúar síðastliðinn. Hins vegar sagði hann nefndina eindregið sammála því að ekki væri við hæfi að hún stækki „fyrr en hún getur sýnt fram á að hún sé góður nágranni.“

Mountain er þingmaður skoska Íhalds- og sambandssinnaflokksins og á jafnframt sæti í þingnefnd um efnahag og samgöngur í skosku dreifbýli. Sú nefnd skilaði af sér nærri 150 blaðsíðna skýrslu í lok nóvember, þar sem ein megin niðurstaðan varð sú að mæla ekki með því að laxeldi í Skotlandi verði aukið frá því sem nú er nema greinin setji það í forgang að takast á við og finna lausnir á þeim vandamálum sem fylgja rekstrinum.

Í umræðum um efni skýrslunnar í síðustu viku sagði Mountain að óbreytt ástand væri ekki lengur í boði. Herða þurfi mjög allar reglur og greinin þurfi að taka sig á.

Þolmörkum náð
Í umræðunum var meðal annars vísað til reynslu Norðmanna og Skotar hvattir til að fara að fordæmi þeirra hvað laxeldi í sjó varðar.

Mark Ruskell, þingmaður Græningja, sagði Norðmenn hafa áttað sig á því að þeir eru komnir eins langt og þeir komast með laxeldið.

„Fótspor greinarinnar í fjörðunum er orðið allt of stórt,“ segir hann. „Þetta er ábátasamur iðnaður, og markaðsverðið á eldislaxi hefur nánast þrefaldast á síðustu 20 árum, en á heimsvísu eru strandlengjur til laxeldis af skornum skammti.“

Hann segir öll lönd standa í sömu sporum hvað þetta varðar, ekki sé hægt að flytja laxeldið til annarra landa.

„Norðmenn hafa leyft fyrirtækjunum að stækka, en aðeins ef þau fjárfesta í nýsköpun.“

Hann segir eldisfyrirtæki í Noregi hafa kynnt ýmsar nýjungar sem eigi að taka á þeim vandamálum sem loðað hafa við laxeldið, hvort heldur það eru sjúkdómar, snýkjudýr, slysasleppingar eða mengun frá úrgangi og efnanotkun. Oft er þarna um að ræða lokuð eða hálflokuð kerfi, jafnvel á hafi úti, en spyr hvers vegna Skotland sé „ennþá ruslahaugur fyrir gömlu opnu kvíatæknina sem norsk fyrirtæki kæmust ekki upp með að nota heima fyrir?

Stærsta útflutningsmatvaran
Í umræðunum kom jafnframt fram að Skotar selji nú eldislax til fimmtíu landa og fyrir þann útflutning fá Skotar 600 milljón pund árlega, en sú fjárhæð samsvarar meira en 90 milljörðum íslenskra króna. Skotar eru í þriðja sæti yfir helstu framleiðendur á eldislaxi í heiminum, og eldislax er í efsta sæti þeirra matvara sem Skotar selja til annarra landa.

Einnig kemur fram að árið 2017 hafi laxeldið tryggt 10.340 störf í Skotlandi og launatekjurnar hafi samtals numið 271 milljón punda, eða 42 milljörðum króna.

Nefndin dregur enga dul á það að laxeldið skapi verulegar tekjur og gagnist vel fámennum byggðarlögum sem höfðu átt erfitt uppdráttar.