þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

SFÚ: Óánægja með reglur um vigtun afla

10. desember 2009 kl. 09:51

Jón Steinn Elíasson, forstjóri Toppfisks og formaður Samtaka fiskframleiðenda og –útflytjenda (SFÚ), segir félagsmenn afar óánægða með þau áform sjávarútvegsráðherra að falla frá ákvörðun um að allur afli skuli vigtaður hér á landi.

 Hann segir 5% álag, þegar óunninn fiskur er fluttur út, ekki hafa nein áhrif til að auka aðgengi að fiski á mörkuðum hér innanlands og auka þannig verðmæti hans.

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hafði boðað reglur um að allur fiskur skyldi vigtaður hér, áður en hann yrði fluttur út óunninn, en í vikunni tilkynnti hann þá breytingu, að heimilt verði að vigta fiskinn erlendis, gegn því að 5% bætist þá við það sem dregið verði frá kvóta. Þetta líst SFÚ ekki á, samtökin höfðu áður lýst ánægju með að aflinn skyldi allur vigtaður hér, enda tryggði það aðgengi að hráefni á íslenskum fiskmörkuðum hér betur en verið hefur. Jón Steinn undrast að látið sé undan þeim sem kvarta yfir að erfitt sé að koma vigtun við.

Frá þessu er skýrt á vef ríkisútvarpsins, ruv.is