mánudagur, 18. febrúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasti dagur strandveiða á svæði D

7. júlí 2016 kl. 14:32

Á strandveiðum.

Samt er þetta aðeins fjórði veiðidagurinn í mánuðinum.

Fiskistofa hefur tilkynnt að dagurinn í dag, fimmtudagur, verði síðasti veiðidagur á strandveiðum í júlímánuði á svæði D sem nær frá Hornafirði suður um að Arnarstapa. 

Þetta gerist þetta sé aðeins fjórði veiðidagurinn á strandveiðum í júlímánuði. 

Með reglugerð nú í vor ákvað sjávarútvegsráðherra að minnka hámarksafla strandveiða á D-svæði um 200 tonn, úr 1.500 tonnum í 1.300 tonn og færa mismuninn yfir á önnur svæði á þeirri forsendu að á veiðar hefðu gengið illa á D-svæði á undanförnum árum. Þessu mótmælti félag smábátaeigenda á Reykjanesi harðlega og sagði stefna í stórfækkun veiðidaga á þessu svæði sem yrðu væntanlega ekki nema 4 í júlí í stað 18 í fyrra, og ekki nema þrír í ágúst í stað 16 í fyrra. Skoraði félagið á alþingismenn kjördæmisins að beita sér í málinu. 

Sjá nánar HÉR