sunnudagur, 22. apríl 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðustu túrarnir

16. mars 2017 kl. 17:53

Jóna Eðalds SF (Mynd: Þorgeir Baldurssonj).

Miklu meiri loðna en mælingar sögðu til um, segir skipstjórinn á Jónu Eðvalds SF.

Loðnuvertíðinni er við það að ljúka. Flest skipanna eru búin með kvóta sína og hin eru um það bil að ljúka veiðum. Jóna Eðvalds SF var á heimsiglingu til Hornafjarðar í síðasta túr með 1100 tonna afla þegar Fiskifréttir ræddu við Jóhannes Danner skipstjóra um fjögurleytið í dag. Aflinn fékkst úti af Siglufirði.

„Vertíðin hefur verið dásamleg, sérstaklega veðurfarslega. Það hefur ekki fallið úr einn dagur hjá okkar skipum og köstin hafa verið fá og stór. Það reyndist vera miklu meira magn af loðnu í sjónum en áætlað var eftir síðustu mælingu. Maður huggar sig við að þetta mikla magn sem eftir varð gagnist hrygningunni vel. Það er ljósi punkturinn í þessu,“ sagði Jóhannes.