föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síld gengur inn í höfnina í Vestmanneyjum

29. desember 2008 kl. 15:02

Sjómenn hafa undanfarið orðið varir við talsvert af síld í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar.   „Það eru talsvert þykkar lóðningar hérna sem ná frá Nausthamri og út fyrir Klettsnefið.  Við ætlum að ná okkur í hentugri veiðafæri og kanna ástand síldarinnar,” segir Valur Bogason hjá útibúi Hafró í Eyjum í samtali við Eyjafréttir.

„Það er erfitt að segja hvers vegna síldin leitar inn í höfnina. Líklega er hún að leita að betri kælingu en sjórinn er ekkert kaldari inn í höfninni.  Þar er ekkert æti þannig að síldin er ekki að elta fæðu enda lítið í fæðuöflun núna.  Þannig að það er mjög erfitt giska á hvað valdi því að síldin fari þessa leið,“ segir Valur.

Talsvert er síðan síld gekk síðast inn í höfnina í Vestmannaeyjum, líklega einhverjir tugir ára.  Í Vestmannaeyjum eru tvö fyrirtæki sem gera út á síld og spurning hvort ekki væri hægt að dæla síldinni beint inn í verksmiðjurnar, segir á vef Eyjafrétta.