föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarsýking finnst víða

2. desember 2008 kl. 09:27

Rannsóknir benda til þess að sýkingin í íslenska síldarstofninum finnist víðar en í Breiðafirði.

Útflytjendur þurfa að endurskoða þegar frágengnar sölur. Hætta er á að bræða þurfi síldina í stað þess að vinna hana til manneldis en það þýðir eins og gefur að skilja minni hagnað.

RÚV skýrir frá þessu.

Í fréttum í gær kom fram að sníkjudýrið Iktíófónus legðist á síld í Breiðafirði og dræpi hana.

Nú segja vísindamenn frá Hafrannsóknarstofnun að sýkt síld finnist bæði við Reykjanes og Vestmannaeyjar. Enn sé þó unnið úr sýnum frá sjómönnum.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir þetta áfall.