fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarvertíðinni að ljúka

23. janúar 2009 kl. 12:07

Síldveiðiskip Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, Ásgrímur Halldórsson SF, fékk um 580 tonn af síld í einu kasti og Jóna Eðvalds SF um 350 tonn við Hrollaugseyjar í fyrrakvöldi. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri á Jónu Eðvalds segir aðeins lítilræði vera eftir af kvóta fyrirtækisins eða rétt rúmlega 1000 tonn.

Öll önnur fyrirtæki séu búin með sinn kvóta og því ljúki síldarvertíðinni trúlega í næstu viku þegar skipin fara aftur til veiða. Guðmundur segir síldina vera nokkuð horaða og sýkt síld sé inn á milli en aflinn verði að mestu nýttur í beitu og eitthvað fari til útflutnings.

Ruv.is skýrði frá þessu.