mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldin er komin ,,heim"

21. ágúst 2009 kl. 12:00

Íslensk skip hafa veitt kvóta sinn úr norsk-íslenska síldarstofninum í vaxandi mæli í íslenskri lögsögu á undanförnum árum. Það sem af er þessu ári er hlutfallið vel yfir 90%, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.

Þá er athyglisvert að heildarafli Íslendinga úr þessum stofni frá því að veiðar hófust að nýju árið 1994 er álíka mikill og síldaraflinn var á jafnlöngu tímabili á síldarárunum miklu fram að hruninu árið 1968.

Nánar er fjallað um þess mál í Fiskifréttum.