mánudagur, 25. mars 2019
 

Gert hlé á kolmunnaveiðum að sinni

Síldarvinnslan hefur tekið á móti 39.674 tonnum af kolmunna til vinnslu það sem af er vertíð. Til Neskaupstaðar hafa borist 26.544 tonn og til Seyðisfjarðar 13.130 tonn.

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldveiðum að ljúka

19. október 2018 kl. 08:45

Víkingur AK siglir inn til Akraness. (Mynd: Kristján Maack)

Lítið eftir af kvóta í norsk-íslenskri síld - útgerðir snúa sér að kolmunnaleit.

Lítið er eftir af kvóta íslenskra skipa í norsk-íslensku síldinni og hafa útgerðir margra skipa nú snúið sér að kolmunnaleit fyrir austan land, segir í frétt HB Granda. Víkingur AK er nú í sínum síðasta síldveiðitúr og segir skipstjórinn, Hjalti Einarsson, sem rætt er við í fréttinni, að aflinn í fyrradag hafi verið þokkalegur.

„Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu,“ sagði Hjalti er rætt var við hann í gær en hann er nokkuð ánægður með síldarvertíðina.

„Það hefur verið ágætur afli og stór og fín síld en tíðarfarið inn á milli hefur verið afskaplega erfitt.“

Auk Víkings er Álsey VE á miðunum. Venus NS er í höfn á Vopnafirði en Hjalti telur að Venus eigi einn síldveiðitúr eftir. Framhaldið er hins vegar óráðið.

„Vonandi finnst kolmunni í veiðanlegu magni og svo er það auðvitað loðnuvertíðin sem allir horfa til. Það ríkir algjör óvissa um loðnuna. Það á frekari leit eftir að fara fram og vonandi skilar hún árangri,“ segir Hjalti.