miðvikudagur, 20. júní 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjógalli endurbættur

16. mars 2017 kl. 10:00

Sjógallinn nýi.

66°Norður leitaði liðsinnis sjómanna við endurhönnun gallans.

Þegar fyrirtækið sem nú heitir 66°Norður hóf starfssemi sína á Súgandafirði árið 1926, þá undir nafninu Sjóklæðagerðin, byggðist starfsemin á framleiðslu fatnaðar fyrir íslenska sjómenn.

Í tímans rás hafa þessar vörur verið þróaðar og endurbættar og nú hefur hönnunarteymi fyrirtækisins  endurhugsaði hinn eina og sanna sjógalla nánast frá grunni.

„Það eru ýmsar uppfærslur á nýja gallanum svo sem sterkara efni, liprara og kuldaþolnara í alla staði að ógleymdu því að nú er sniðið öllu betra og þægilegra fyrir notendur. Gallinn hefur verið betrumbættur í gegnum tíðina en aldrei fengið svo mikla yfirhalningu sem nú,” segir Valdimar K. Sigurðsson, viðskiptastjóri hjá 66°Norður. 

„Það skiptir okkur miklu máli að hlusta á sjómennina sjálfa svo við fengum nokkra til liðs við okkur þegar þessar breytingar stóðu yfir og þeirra innlegg var ómetanlegt við þróun og útfærslu nýja sjógallans,” segir Valdimar.