sunnudagur, 22. apríl 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjómannadeilan enn óleyst

16. febrúar 2017 kl. 08:55

Hvað er í pokanum. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Fundurinn með sjávarútvegsráðherra í gærkvöldi leiddi ekki til niðurstöðu.

„Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness á Facebook síðu sinni í nótt.

Hann segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, hafa hafnað því að liðka fyrir því að dagpeningar sjómanna yrðu meðhöndlaðir með sambærilegum hætti og annars launafólks. Að sögn Vilhjálms lauk fundi í kjaradeilu sjómanna hjá ríkissáttasemjara upp úr miðnætti. Drög að nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lágu fyrir að fundi loknum. Eina sem var eftir var að fá vilyrði frá sjávarútvegsráðherra um dagpeningamálin segir Vilhjálmur í færslu sinni. Vegna þessa gátu sjómenn ekki klárað nýjan kjarasamning.

Sjá nánar ummæli Vilhjálms og Þorgerðar Katrínar um málið á vef RÚV.