sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjóræningjar farnir að skaða túnfiskiðnaðinn

17. október 2009 kl. 14:32

Árásir sómalskra sjóræningja á túnfiskskip í Indlandshafi eru farin að hafa áhrif á framboð á túnfiski til niðursuðu, að því er fram kemur í skýrslu INTERTUN, samtaka túnfiskframleiðenda.

Þar segir að helmingur túnfiskaflans í heiminum komi úr Indlandshafi og síendurteknar árásir sjóræningja á veiðiskipin síðustu árin séu farnar að skaða þessa atvinnugrein verulega. Jafnframt stefni þær lífsafkomu 2.000 spænskra sjómanna og 12.000 starfsmanna í túnfiskiðnaðinum í hættu.

Í spænska túnfiskflotanum í Indlandshafi eru 33 skip, veiðiskip og aðstoðarskip. Fram kemur að skipin geti ekki farið neitt annað til veiða því bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi séu strangar veiðitakmarkanir.

Sjóræningjar halda enn spænska túnfiskskipinu Alakrana, sem þeir tóku á dögunum um 365 mílum undan strönd Sómalíu. Sjóliðum á spænsku freigátunni Canarias tókst að handtaka tvo sjóræningjanna þegar þeir reyndu að komast frá borði spænska túnfiskskipsins, en ellefu ræningjar eru enn um borð og halda þeir 36 manna áhöfn veiðiskipsins í gíslingu. Þeir krefjast fjögurra milljóna dollara lausnargjalds, jafnvirði 500 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur á fréttavefnum fis.com.