mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skemmtibátar endurskráðir sem fiskibátar

13. júní 2009 kl. 09:00

Mikill áhugi er hjá mönnum að hefja boðaðar strandveiðar. Fjöldi smábáta sem annaðhvort var búið að afskrá eða skrá sem skemmtibáta er að koma inn í kerfið aftur, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá Sigríði Jakobsdóttur, skráningarstjóra hjá Siglingastofnun.

Í maí og það sem af er júní hafa um 34 skemmtibátar, sem áður höfðu verið fiskibátar, verið skráðir á ný sem fiskibátar. Þá hefur verið sótt um endurskráningu á 4 bátum sem búið var að afskrá.

Sigríður sagði að auk þessa hefðu orðið eigendaskipti á um 26 litlum fiskibátum á sama tíma sem væntanlega má rekja til þess að kaupendur hafi hug á því að hefja strandveiðar í sumar.

Loks má geta þess að margir verkefnalausir litlir fiskibátar eru til staðar víða um land. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í síðar hvað margir eigendur fiskibáta muni sækja um leyfi til strandveiða þegar þær verða heimilaðar.