sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skipstjórar segja forsendur fyrir tvöfalt meiri loðnukvóta

6. mars 2008 kl. 17:19

,,Miðað við það magn loðnu sem við höfum séð á veiðisvæðinu hefði að ósekju mátt gefa út jafnmikinn kvóta og á síðasta ári, hugsanlega meiri. Við veiddum 300 þúsund tonn á síðustu vertíð og það er síst minna af loðnu núna en þá. Ég held að ég tali fyrir munn flestra loðnuskipstjóra þegar ég segi þetta,” segir Lárus Grímsson skipstjóri á Lundey NS í samtali við Fiskifréttir sem komu út í dag.

,,Við höfum rökstuddan grun um að mælingarstuðull Hafró um fjölda loðna á hvern rúmmetra sé rangur því þegar þeir voru að mæla loðnuna við Hrollaugseyjar köstuðu tveir bátar í lóðningu, Jóna Eðvalds og Sighvatur Bjarnason, og miðað við þann afla sem þeir fengu úr köstunum var lóðningin 240 þúsund tonn en Hafrannsóknastofnun mældi hana 100 þúsund tonn. Fiskifræðingarnir virðast miða við kolranga stuðla þegar loðnan gengur svona grunnt og þéttleiki hennar er orðinn svona mikill,” sagði Lárus.

Nánar er rætt við Lárus í Fiskifréttum.