föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skiptar skoðanir um áhrif hvalveiða á fisksölu

5. mars 2009 kl. 12:39

Sölumenn sjávarafurða greinir á um hvaða áhrif auknar hvalveiðar Íslendinga muni hafa á fisksölu erlendis. Aðstoðarforstjóri Icelandic Group telur að áhrifin verði skaðleg en sölustjóri hjá Iceland Seafood sér ekki ástæðu til að hafa áhyggjur.

Bresku verslunarkeðjurnar Waitrose og Marks & Spencer mótmæla hvalveiðunum en virðast ekki hafa áform um að hætta að kaupa íslenskan fisk af framleiðendum sem eru ótengdir hvalveiðum. 

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Rætt er við Ingvar Eyfjörð aðstoðarforstjóra Icelandic Group, Friðleif Friðleifsson sölustjóra frystra afurða hjá Iceland Seafood, Eggert B. Guðmundsson forstjóra HB Granda og Jón Stein Elíasson forstjóra Toppfisks.