sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Skötuselur ? sívaxandi plága

16. júní 2009 kl. 14:30

,,Á mínu heimasvæði við Ísafjarðardjúp er skötuselurinn sívaxandi plága við grásleppuveiðar. Þegar hann var settur í kvóta hélt hann sig eingöngu við sunnan- og  suðvestanvert landið og fengu því útgerðarmenn á því svæði allan kvótann,” segir Gunnlaugur Finnbogason, smábátaeigandi og grásleppukarl í grein á vefsíðu LS.

,,Enginn skötuselskvóti er í smábátakerfinu. Það er því um tvennt að ræða: Að henda skötuselnum til að geta haldið áfram við grásleppuveiðarnar eða borga meðlimum LÍÚ himinháan toll í formi kvótaleigu,” heldur Gunnlaugur áfram.

,,Menn hafa nú látið sig hafa það að borga leiguna, en nú er svo komið að ekkert fæst leigt og ef ekki fæst leigukvóti fyrir 1.september verður allt aflaverðmæti skötuselsins gert upptækt af ríkinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins,” segir Gunnlaugur ennfremur.

Greinin í heild er á vef LS, HÉR