föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skuldamál - LS setur fram tillögu til lausnar

17. nóvember 2009 kl. 14:43

Að undanförnu hefur Landssambands smábátaeigenda fundað með lánastofnunum um skuldamál umbjóðenda sinna. Þegar hefur verið rætt við Kaupþing, Landsbankann og Íslandsbanka og fyrirhugaður er fundur með Sparisjóðabankanum. 

LS hefur lagt fram tillögu til lausnar sem byggist á almennri aðgerð sem er eftirfarandi:

Greiðslubyrði láns þegar frystingu lýkur miðist við höfuðstól 1. mars 2008.

Gengismunur sem fallið hefur á lánið frá 1. mars 2008 flyst yfir í jöfnunarlán í krónum með 15 ára lánstíma vaxtalaust og án verðtryggingar.  Fyrsti gjalddagi þess láns verði 6 mánuðum eftir að lánstíma frumláns lýkur. ,,Það er mat LS að hér sé um sanngjarna leið að ræða þar sem bæði lánveitendur og lántakendur taka á sig tjón sem varð vegna forsendubrests.  Lánastofnanir halda sínum höfuðstól og fá hluta lánsins í krónur en lántakendur greiða lán sem er vaxtalaust og án verðtryggingar,” segir á vef LS. Sjá nánar HÉR