mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skuldir sjávarútvegs innan við 2% af heildarskuldum íslenskra fyrirtækja 2007

19. mars 2009 kl. 12:40

Brúttóskuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja voru 300,3 milljarðar króna í lok ársins 2007. Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja námu á sama tíma 15.685 milljörðum króna samkvæmt frétt Morgunblaðsins í gær, sem byggir á upplýsingum frá ríkisskattstjóra.

Samkvæmt þessu voru skuldir sjávarútvegsins innan við 2% af heildarskuldum allra fyrirtækja í árslok 2007.

„Þessi frétt færir okkur útvegsmönnum ekki nein ný sannindi, við höfum alltaf gert okkur grein fyrir því að skýringanna á skuldasöfnun íslenskra fyrirtækja væri ekki að leita innan sjávarútvegsins," segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ í frétt á vef samtakanna.

„Það hefur hins vegar verið sérkennilegt að sitja undir linnulausum áróðri um að sjávarútvegurinn og kvótakerfið sé rótin að því hvernig fór fyrir íslensku hagkerfi. Þetta sýnir svart á hvítu að menn verða að leita eitthvert annað eftir orsakavaldi."

Nánar um málið á vef LÍÚ, HÉR