miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slakað á ýsuveiðinni vegna sölutregðu og verðlækkunar erlendis

19. desember 2008 kl. 11:37

sækja meira í löngu og keilu en venjulega

,,Útgerðin hefur lagt heldur meiri áherslu á lönguna og keiluna núna en síðastliðin haust, bæði vegna þorskkvótaskerðingarinnar og eins hefur áhuginn fyrir ýsunni farið minnkandi vegna sölutregðu og lækkandi verðs á erlendum mörkuðum,” sagði Kolbeinn Marínósson skipstjóri á línubátnum Ágústi GK í samtali í nýjustu Fiskifréttum, en Þorbjörn hf. í Grindavík gerir bátinn út. 

,,Á þessum árstíma höfum við jafnan haldið okkur á grunnslóðinni fyrir austan og norðan land og kappkostað að veiða ýsu, ekki síst eftir að ýsukvótinn varð svona stór, en sá galli er á gjöf Njarðar að með ýsunni uppi á grunnslóðinni fáum við smáan þorsk sem við viljum helst forðast. Það er sárgrætilegt að þurfa að sóa takmörkuðum þorskkvóta á slíkan fisk en þetta er viðvarandi vandamál sem lítið er hægt að gera við,” segir Kolbeinn.

 Sjá nánar í Fiskifréttum.