þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slippurinn kaupir kælibúnað frá KAPP í sjö skip

Guðjón Guðmundsson
8. maí 2019 kl. 11:22

Freyr Friðriksson, hjá KAPP, og Ólafur Ormsson, hjá Slippnum, undirrituðu samninginn á Sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær.

Fer í skip Samherja, Berg-Hugins, ÚA og Nergård Havfiske

 

KAPP ehf og Slippurinn Akureyri ehf undirrituðu á Sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær samning um kaup Slippsins á Optim-ICE® kælibúnaði frá KAPP. Kælibúnaðurinn fer í alls sjö skip frá fjórum útgerðum, Samherja, Bergi-Hugin, Útgerðarfélagi Akureyringa og Nergård Havfiske í Noregi.

Optim-ICE® kælibúnaðurinn fer tvö skip Samherja þau Björgúlf EA 312 og Björg EA 007, tvö skip útgerðarfélags Akureyringa þau Kaldbak EA 001 og Harðbak EA, tvo skip Bergs-Hugins, þau Vestmannaey VE 444 og Bergey VE 544 og nýtt skip Nergård Havfiske í Noregi

Slippurinn sér um alla framleiðslu og uppsetningu á vinnsludekki í umrædd skip en KAPP sér um framleiðslu og uppsetningu á Optim-ICE ískrapakerfum um borð. Að sögn Ólafs Ormssonar hjá Slippnum og Freys Friðrikssonar, hjá KAPP, verður áhersla lögð á að hafa vinnsludekkið einfalt og skilvirkt enda skilar það skilar sér í betri og öruggari aflameðferð og minnkar áhættuna á miklu viðhaldi.

Optim-ICE® kælibúnaðurinn hefur á undanförnum árum sannað sig sem sérlega góð kæling fyrir útgerðir og fiskvinnslur. Optim-ICE® er fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipinu. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum 0 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndun, í flutningum þvert í kringum landið og til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar. Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE® kælingu.