mánudagur, 25. júní 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slök smokkfiskveiði við Falklandseyjar

18. maí 2017 kl. 14:28

Illex smokkfiskur

Aflinn þó skömminni skárri en í fyrra.

Smokkfiskveiðar við Falklandseyjar hafa verið með lakara móti í ár miðað við hefðbundinn afla. Vertíðin stendur frá miðjum mars og fram í miðjan júní og hafa 62.000 tonn af Illex smokkfiski veiðst fram að þessu. Þetta er reyndar skömminni til skárra en í fyrra þegar aflinn hrundi gjörsamlega og aðeins veiddust um 2.000 tonn. 

Árin 2014 og 2015 voru hins vegar sérstaklega góð því þá veiddust 300.000 tonn fyrra árið og 350.000 tonn hið síðara. Á vefnum fis.com segir að þegar til lengri tíma sé litið sé meðalársafli í kringum 150.000 tonn. 

Fram kemur að veiðar á Illex smokkfiski í lögsögu Argentínu og á alþjóðlegu hafsvæði hafi einnig verið slakar í ár þannig að sjómenn megi gera ráð fyrir þokkalegu verði fyrir aflann. 

Smokkfiskur frá Falklandseyjum og Argentínu er sem kunnugt er eftirsóttur til beitu, m.a. í Norður-Atlantshafi.