þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sóknarmark í makrílveiðum kostaði 4,5 milljarða króna

5. nóvember 2009 kl. 13:16

Íslendingar urðu af hálfum fimmta milljarði króna vegna skipulags makrílveiðanna á liðnu sumri, að mati framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Mikil verðmæti fóru til spillis í sumar vegna þess að stjórnvöld ákváðu að makrílveiðum við Ísland skyldi stjórnað með sóknarmarki en ekki aflamarki. Þetta er álit flestra útvegsmanna sem að veiðunum komu, en skipulagið leiddi til þess að allir kepptust við að veiða sem mest þar til heildarkvótanum var náð, burtséð frá hráefnisgæðum eða hagkvæmustu vinnsluaðferðum. 

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lagði mat á þau verðmæti sem glötuðust vegna sóknarmarksins í erindi um makrílveiðarnar á aðalfundi LÍÚ og niðurstaðan varð 4,5 milljarðar króna, sem hann sagði vægt reiknað.

Nánar er fjallað um efni erindisins í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.