föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Sóknarmark í makrílveiðum kostaði 4,5 milljarða króna

5. nóvember 2009 kl. 13:16

Íslendingar urðu af hálfum fimmta milljarði króna vegna skipulags makrílveiðanna á liðnu sumri, að mati framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Mikil verðmæti fóru til spillis í sumar vegna þess að stjórnvöld ákváðu að makrílveiðum við Ísland skyldi stjórnað með sóknarmarki en ekki aflamarki. Þetta er álit flestra útvegsmanna sem að veiðunum komu, en skipulagið leiddi til þess að allir kepptust við að veiða sem mest þar til heildarkvótanum var náð, burtséð frá hráefnisgæðum eða hagkvæmustu vinnsluaðferðum. 

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lagði mat á þau verðmæti sem glötuðust vegna sóknarmarksins í erindi um makrílveiðarnar á aðalfundi LÍÚ og niðurstaðan varð 4,5 milljarðar króna, sem hann sagði vægt reiknað.

Nánar er fjallað um efni erindisins í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.