sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ÞSSÍ: Gæðaeftirlit endurskipulagt í Úganda

30. mars 2009 kl. 16:49

Ætlunin er að breyta viðhorfum og tryggja gæðaeftirlit með fiski til neyslu í Úganda og til útflutnings með nýju verkefni sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og stjórnvöld í Úganda skrifuðu undir á dögunum.

Að sögn Gunnars Þórðarsonar verkefnisstjóra fiskimála í Úganda er gert ráð fyrir endurskipulagningu á gæðaeftirliti og þjálfun eftirlitsmanna sem munu sjá um eftirlit og kennslu í fiskveiðihéruðum og við löndunarstaði við Viktoríuvatn, Albertsvatn og Koyoga. Náin samvinna verður við héraðsstjórnir og samtök fiskimanna.

Í frétt á vef ÞSSÍ segir að stjórnvöld í Úganda hafi eftir stuðningi stofnunarinnar til að taka á gæðamálum í fiski þar sem vandamál blöstu við útflutningsmörkuðum þeirra, einkum innan Evrópusambandsins, að sögn Gunnars. Fiskframleiðsla er mikilvæg fyrir efnahag Úganda eða um 6% af vergri þjóðarframleiðslu.

Um 300 þúsund manns hafa beint atvinnu af fiskveiðum og vinnslu en um 1.2 milljónir manna hafa lífsviðurværi sitt af greininni. Mikilvægustu útflutningsmarkaðir eru í Evrópu sem setja greininni kröfur sem verður að uppfylla.

Nánar um málið á vef ÞSSÍ, HÉR