laugardagur, 23. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnir á laxeldi inni í fjalli

20. febrúar 2019 kl. 13:00

Smábærin Jondal við Harðangursfjörð í Noregi. MYND/WIKIPEDIA

Beint fyrir ofan bæinn Jondal í Harðangursfirði í Noregi hyggst eldisfyrirtækið Hardanger Fishfarm reisa laxeldisstöð. Það óvenjulega er að stöðin verður inni í fjalli.

Hugmyndin er að gera 20 þúsund fermetra rými inni í fjallinu og koma þar fyrir eldiskerum sem eiga að anna fimm til sjö þúsund tonnum af laxaseiðum árlega. Þegar ungviðið er orðið allt að eitt kíló á þyngd er svo meiningin að setja þau út í sjó og halda þar eldinu áfram í kvíum.

Fjallað er um þetta á norska fréttavefnum E24.no, en fyrst greindi héraðsfréttablaðið Hardanger Folkblad frá.

Rætt er við Henning Grønhaug, talsmann fyrirtækisins, sem segir að vonlaust hefði verið að reyna að fá leyfi til seiðastöðvar utandyra í Harðangursfirði.

„Við erum í Harðangursfirði og álagið á fjörðinn hvað varðar fiskeldi hefur lengi verið umtalað,“ segir hann. Fyrirtækið hefur reyndar ekki langa reynslu af fiskeldi en hefur reist orkuver inni í fjöllum áður og ætlar að nýta sér það.

„Hvað varðar staðsetninguna þá er eignin okkar nú þegar, og orkuverið með aðgang að firðinum. Allt var til reiðu til að reisa eldisstöð inni í fjallinu.“

Hann segir það eiga eftir að taka tímann sinn að fá tilskilin leyfi og fjármagn og þeir ætli að flýta sér hægt í þeim efnum. Byggingarkostnaðurinn verði eitthvað yfir 500 milljónum norskra króna, en það samsvarar um sjö milljörðum íslenskra króna.

gudsteinn@fiskifrettir.is