sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóra síldin fannst í Síldarsmugunni

29. september 2009 kl. 15:00

Talin hafa þar vetursetu

Frá því er skýrt í norskum fjölmiðlum að stórsíldin sé loksins fundin, ekki þó í norsku lögsögunni sem vænta má á þessum tíma heldur suður í Síldarsmugunni. Færeyska skipið Finnur Fríði fann síldina og fékk hvorki meira né minna en 4,43 krónur norskar fyrir kílóið sem leggst á tæpar 95 krónur íslenskar. Vísindamenn velta því nú fyrir sér hvort einhver hluti norsk-íslenska síldarstofnsins hafi vetursetu í Síldarsmugunni.

Þessar upplýsingar koma fram á vef IntraFish. Þar segir ennfremur að norski síldarflotinn muni á næstu dögum leita á miðin vestur á bóginn í staðinn fyrir að halda í norðurátt. Meðalverð á síldinni hjá norska flotanum í síðustu viku var í kringum 2 krónur norskar á kílóið og síldin var um 280-310 grömm að þyngd. Síldin sem Finnur Fríði landaði var að meðaltali 397 grömm. Aflaverðmæti hans í framangreindum túr losaði 3 milljónir norskar eða 60 milljónir íslenskar.

Haft er eftir norskum vísindamönnum að ekki komi á óvart að stóra síldin veiðist suður í Síldarsmugunni. Þeir segja að vart hafi orðið við síld þar fyrr í sumar og í fyrra hafi stóra síldin einnig veiðst þar á sama tíma og nú. Leif Nöttestad hjá norsku hafrannsóknastofnuninni segist spenntur að fylgjast með þróuninni. ,,Við teljum að þetta svæði geti verið nýtt vetursetusvæði fyrir stórsíldina. Fleiri möguleikar eru þó í stöðunni. Hún getur líka dreift sér þótt við teljum líklegra að hún þétti sig og hafi þarna vetursetu,“ segir Leif Nöttestad.