þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóraukin fiskvinnsla hjá Brimi á Akureyri

13. maí 2009 kl. 18:25

Vinnsla í landvinnslu Brims hf. á Akureyri, hefur gengið vel það sem af er árinu 2009. Samtals hafa verið unnin yfir 3.300 tonn af hráefni í vinnslunni og er það 55% aukning miðað við sama tímabil árið 2008.

Þriðjungur afurða hefur farið ferskur á markað, beint til neytenda sem hágæða ferskar afurðir. Aðrar afurðir eru frystar og fara ýmist beint í neytendaumbúðir eða til frekari vinnslu og pökkunar erlendis.

Frá þessu er skýrt á heimasíðu Brims.