mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóri bróðir fylgist með þér

28. nóvember 2009 kl. 14:33

Skotar hófu í ágúst síðastliðnum tilraun með eftirlitsmyndavélakerfi um borð í sjö fiskskipum til þess að kanna hvort raunhæft væri að nota slíkan búnað til þess að hamla gegn brottkasti á fiski. Áður höfðu Danir gert sams konar tilraun um borð í nokkrum dönskum skipum. Þessar tilraunir hafa þótt takast vel.

Á ráðstefnu í Álaborg fyrir skömmu hvöttu sjávarútvegsráðherrar Danmerkur og Skotlands til þess að strax á næsta ári yrði hrint af stað verkefni þar sem sjómönnum sem vildu hafa eftirlitsmyndavélar um borð yrði boðinn aukinn kvóti enda skilaði hver fiskur sér í land sem úr sjó væri dreginn. Jafnframt verður þessi hugmynd lögð fram sem tillaga við endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB. Frá þessu er skýrt í Fiskifréttum.