sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strákurinn á skrifstofunni kosinn formaður

23. desember 2009 kl. 12:12

Jólablað Fiskifrétta er komið út, stórt og veglegt að vanda. Í ítarlegu viðtali við Kristján Ragnarsson, fyrrum formann LÍÚ, er m.a. rifjað upp þegar hann, þá 32 ára að aldri,  var óvænt kjörinn formaður samtakanna, þótt forustan hafi ætlað starfið öðrum manni.

Það átti svo fyrir Kristjáni að liggja að veita LÍÚ forustu á tímum eins mesta breytingarskeiðs sem íslenskur sjávarútvegur hefur gengið í gegnum. Kristján tjáir sig meðal annars um samskiptin við þá sjávarútvegsráðherra sem hann starfaði með, aðdraganda þess að kvótakerfið var tekið upp og margt fleira.

Af öðru efni í jólablaði Fiskifrétta má nefna :

Voðaverkin á Vestfjörðum – Spánverjavígin árið 1615, síðustu fjöldadráp Íslandssögunnar.

Undarlegt atvik við Eyjar. – Arthur Bogason formaður LS rifjar upp sérkennilega lífsreynslu á sjó.

Flottrollið dregið á sandbotni! – Viðtal við Pétur Sveinsson skipstjóra um veiðar úti fyrir vesturströnd Afríku.

Eitt gott hol við flottrollsveiðar gat bjargað heilu veiðiferðunum. – Rætt við Guðjón A. Kristjánsson um sjómennskuferil hans og félagsstörf.

Fiskeldi eykur sífellt sinn hlut. – Grímur Valdimarsson forstjóri hjá FAO í Róm ræðir um ástandið í sjávarútvegi á heimsvísu og þróun mála síðustu árin.

Rafnkell GK ferst. – Þess er minnst að 50 ár eru liðin frá því að báturinn Rafnkell GK fórst með allri áhöfn en í því slysi urðu 17 börn föðurlaus.

Einn fræknasti björgunarleiðangur 20. aldarinnar. – Brot úr bókinni Útkall við Látrabjarg eftir Óttar Sveinsson.

Og margt fleira.

Jólablað Fiskifrétta kom út 22. desember og fylgdi Viðskiptablaðinu.