föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiði: Búið að veiða 1.137 tonn af þorski

14. júlí 2009 kl. 15:00

Búið er að veiða 1.137 tonn af þorski í strandveiðum, þar af 152 tonn í júní. Langmest hefur verið veitt á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar. Veiðin hefur náð tilsettu hámarki í júlí og hefur svæðinu verið lokað tímabundið frá og með 16. júlí til loka júlímánaðar.

Veiðin á svæði A er afgerandi mest. Þar veiddust 104 tonn af þorski  í júní af 152 tonn heildarveiði. Hin svæðin þrjú vor til samans með 48 tonn. Það sem af er júlí hafa veiðst 642 tonn af þorski á svæði A en á hinum svæðunum var aflinn aðeins 343 tonn samtals.

Aðrar tegundir sem veiðst hafa eru hverfandi ef ufsinn er frátalinn. Heildarveiðin á ufsa í júní og það sem af er júlí er tæp 140 tonn.