föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðibátar hafa veitt rúm 2.000 tonn

7. ágúst 2009 kl. 13:19

 Síðustu þrír dagar hafa verið frekar rólegir hjá strandveiðibátunum.  Brælur hafa hamlað sjósókn.  Heildarþorskafli þeirra er nú rúm tvö þúsund tonn.  Þar af hafa bátar á veiðisvæði A veitt rúman helming aflans. Á því svæði hafa alls 186 bátar landað afla og er meðalafli í róðri  614 kg.  

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Þar má kynna sér nánar stöðu veiðanna á einstökum svæðum. Sjá HÉR