mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðiheimildirnar nást ekki

30. júlí 2009 kl. 09:38

Nær öruggt má telja að ekki takist að veiða þær þorskaflaheimildir sem ætlaðar voru til strandveiða á þessu sumri, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Nú undir lok júlímánaðar er búið að veiða rúm 1.600 tonn af þeim tæplega 4.000 tonnum sem gert var ráð fyrir til þessara veiða í sumar.

Þær heimildir sem ekki veiðast á þessu tímabili færast yfir á ágústmánuð á viðkomandi svæðum þannig að ætla má að vel yfir 2.000 tonn verði til ráðstöfunar í ágúst. Veiðiheimildunum er skipt milli fjögurra svæða og má ekki flytja heimildir milli svæða. Á svæði A (norðvestursvæðinu) hafa nær allar heimildirnar sem ætlaðar voru júní/júlí tímabilinu verið veiddar en aðeins 33-44% heimildanna sem eyrnamerktar eru hinum þremur svæðunum.

Ítarlega er fjallað um gang strandveiðanna í texta og tölum í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.