sunnudagur, 26. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærri fiskur bítur frekar á stóra beitu

14. maí 2009 kl. 11:58

Á Hafrannsóknastofnuninni er unnið að rannsóknum á áhrifum króka- og beitustærða á stærðarval við línuveiðar. Rannsóknirnar hafa staðið yfir frá því í fyrra og hafa nú þegar verið farnir fimm dagróðrar með Ramónu ÍS sem gerð er út frá Ísafirði.

Gerður hefur verið samanburður á fimm mismunandi krókastærðum og tveimur beitustærðum. Aflabrögð hafa verið misjöfn eins og gengur, en þokkalegur ýsu-, þorsk- og steinbítsafli hefur fengist.

Niðurstöður sýna glögglega að það skiptir verulegu máli að huga að beitu- og krókastærðum við línuveiðar. Stærri fiskur bítur frekar á stóra beitu og að sama skapi veiðist mun meiri smáfiskur ef beitan er smá. Þótt beitustærðin sé meira afgerandi þáttur en krókastærð þá skiptir krókastærð einnig máli og að jafnaði veiðist stærri fiskur á stærri króka við línuveiðar.

AVS rannsóknasjóður styrkti rannsóknina. Niðurstöður hafa verið teknar saman í skýrslu sem lesa má HÉR