þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta eldisstöð beitarfisks í Evrópu

28. mars 2009 kl. 09:09

Eldisfiskurinn tilapia eða beitarfiskur, sem er mjög algengur hvítfiskur á markaði í Ameríku, hefur verið að ryðja sér til rúms á Evrópumarkaði. Nú hefur verið stofnuð í Belgíu stærsta eldisstöð í Evrópu, VitaFish, til framleiðslu á þessum fiski.

Frá 1. apríl næstkomandi verða flök af beitarfiski frá VitaFish til sölu hjá stórverslunarkeðjunum Intermarche og Carrefour í Belgíu. Afköst nýju eldisstöðvarinnar eru um 4.000 tonn. Talið er að árlegur innflutningur á beitarfiski til Evrópu nemi nú um 10.000-15.000 tonnum en hann var innan við 1.000 tonn árið 1996, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Bæði beitarfiskur og eldisfiskurinn pangasius , sem flætt hefur yfir Evrópu siðustu misserin, eru taldir  viss ógnun við dýrari villtar tegundir úr sjó eins og þorsk á markaði fyrir hvítfisk í Evrópu.