mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stærsta laxeldisfyrirtæki í Chile bjargar sér á eldi tilapia

18. nóvember 2009 kl. 15:00

Stærsta laxeldisfyrirtæki í eigu Chilebú, AquaChile, ætlar að bjarga sér frá hruni í laxeldi með því að leggja meiri áherslu á eldi á tilapia, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Talsmenn AquaChile segja að framleiðsla félagsins á eldislaxi munu falla úr 150 þúsund tonnum árið 2009 niður í 40-50 þúsund tonn árið 2010. Þeir segja að efnahagskreppan og sjúkdómar í laxeldi í Chile hafi komið hart niður á fyrirtækinu á þessu ári en árið 2010 muni þó verða mun erfiðara rekstrarár.

Í kjölfarið af samdrættinum mun AquaChile leggja meiri áherslu á eldi tilapia í Costa Rica en félagið er meðeigandi í stærstu tilapiaeldisstöð í Costa Rica. Eftirspurn eftir tilapia hefur aukist í heiminum sérstaklega hjá neytendum í Bandaríkjunum.