mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svíþjóð: Þriðjungur skipa sem veiða þorsk sækir um úreldingu

12. ágúst 2009 kl. 15:10

Útgerðir 45 sænskra togskipa, sem veiða í Skagerak og Kattegat, hafa sótt um styrki til að úrelda skip sín.

Þetta er um þriðjungur þeirra skipa sem veiða þorsk á þessum slóðum og fleiri sóttu um úreldingarstyrki en búist var við. Flest skipanna eru milli 15 og 20 metra löng.

Herferð er í gangi til að fækka skipum sem veiða þorsk. Um 75% af peningum sem settir hafa verið í þetta verkefni koma frá ESB.

Þau skip sem hér um ræðir hafa samtals sótt um 254 milljónir sænskra króna í styrki. Þetta eru meiri fjármunir en sænsk stjórnvöl hafa til ráðstöfunar í þessu skyni. Allar útgerðir fá því ekki umbeðna styrki.

Stjórnvöld munu láta styrkinn ráðast af því hve mikinn þorsk skipin hafa veitt á undanförnum árum. Skip sem veiða með trolli eða dragnót með yfir 90 millimetra möskvastærð eru fyrst í röðinni.

Heimild: IntraFish